ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

3. Gæsalappir

4. LaTeX tákn á lyklaborði

Árni Magnússon, 11. ágúst 2005

Út frá ábendingum Óla og Finnboga vaknar þriðja spurningin: Er hægt að breyta íslensku lyklaborði þannig að hægt sé að slá inn algeng LaTeX tákn án þess að líta af skjánum?

Tjah, það má líklega venjast öllu... Langtíma LaTeX notendur eiga kannski einhver heimasmíðuð tól sem mætti dreifa á ÍsTeX vefnum?

Í góðum ritli mætti skilgreina þægilegan flýtihnapp sem birtir \{} og færir bendilinn á milli skástriksins og slaufusvigans. Í Emacs með AUCTeX er búið að að skilgreina fjölda annarra flýtihnappa, auk annarra þæginda.

Ef maður er að skrifa enskan texta, þá er kannski hentugast að skipta yfir í enskt lyklaborð - eins og höfundar TeX og LaTeX gerðu ráð fyrir að notandinn hefði fyrir framan sig. Það er einfalt að skipta á milli íslensks og ensks lyklaborðs í Windows og áreiðanlega líka í Linux og Macintosh.

Það er sjálfsagt ekkert alhliða svar við spurningunni, en engu að síður gagnleg pæling fyrir okkur sem viljum taka stórutánna af Alt-Gr-Shift-Opt-grave takkanum.

Einar Jón Gunnarsson, 12. ágúst 2005

Varðandi gæsalappirnar:
1) Í LaTeX-mode í xemacs koma <shift>-2 gæsalappirnar ("orð") út sem sem ``orð'', en lítið mál var að breyta því í ,,orð`` með því að fikta aðeins í stillingum. Ég er löngu hættur að nota xemacs en gæti átt þetta einhvers staðar ennþá.
2) Í gamla makkanum, fyrir daga MacOsX, var alltaf hægt að fá út alvöru gæsalappir (eitt tákn hvoru megin, svo það virkaði í allri ritvinnslu) með <opt>-p og <opt>-ð eða <opt>-<shift>-p. Veit einhver hvaða tákn það voru, og hvort þau eru líka til í Iso-latin stafasettinu?

Varðandi LaTeX:
Þeir sem nota vim til að tekka ættu að kynna sér vim-latex, sem flýtir mjög fyrir manni (sennilega svipað og AUCtex fyrir emacs) http://vim-latex.sourceforge.net/

Svo er líka hægt að búa til flýtiskipanir þ.a. maður þurfi sem minnst að spá í þessu, t.d. er hægt að búa til macro-a fyrir vim, t.d.
"Alt-x -> insert figure
imap ø
\begin{figure}[!htb]\begin{center}\includegraphics[width=cm]{.eps}\caption{}\label{}\end{center}\end{figure}^[04k23li
" Endar á <esc>04k23li svo að bendillinn fer á réttan stað.

Rafmagnsverkfræðinemar í HÍ höfðu margir mjög gaman að þessu - og einhverjar leifar af því má sennilega finna á: http://kristgy.askur.org/vim/

Einar Örn Ólason, 25. ágúst 2005

Eins og Einar Jón bendir á er best að fikta í uppáhalds ritlinum til að fiffa eithvað (t.d. \{} í einum innslætti). Ég hef sjaldan séð ástæðu til þess að fikta mikið í lyklaborðinu á linux, enda koma táknin sem merkt eru inn á lyklaborðið venjulega rétt á skjáinn (alt-gr + ö => \, etc.) og ég er að verða búinn að læra þá uppsetningu.

Það kemur hinsvegar fyrir að á skrítnum lykklaborðum þurfi að breyta uppsetningunni (t.d. á fartölvum eða ef maður er í útlöndum eins og undirritaður) og þá er best að nota xmodmap og xev til þess. xmodmap mappar lykklana á lykklaborðinu upp á nýtt og hér er ég tildæmis að nota enskt lykklaborð með íslenskum lykklum (þökk sé kde) og eftirfarandi xmodmap breytingar sem ég set í "executable" skrá í .kde/Autostart

xmodmap -e "keycode 115 = less greater bar"

Það vanntar sem sagt minna-en/meira-en takkann á lykklaborðið, en keycode 115 er vinstri windowstakkinn sem reddar mér hér ;^) --- xev má svo nota til að sjá númer hvað lykklarnir eru (keycode). Íslenska lyklaborðsuppsetningin er í /etc/X11/xkb/symbols/is (eða eithvað álíka) og þar er líka hægt að breyta þessu (og sjá hvað hlutir eins og ^ heita).

OK, makkar...

Ég keypti makka (ibook) hér í Ástralíu og komst að því að íslenska lykklaborðið þar er ekki alveg eins og linux-lyklaborðin sem ég á að venjast. Ég veit ekki til þess að það sé til neitt svipað og xmodmap hjá makkanum svo ég breytti bara lykklaborðslýsingunni á vélinni minni. Skráin er í viðhengi hér og hana má geyma í "/Libary/Keyboard Layouts" eða "/Library/Keyboard Layouts" og velja svo "Icelandic roman" í "International". Breytingarnar mínar voru:

             q   7   8   9   0   ö   '  +   ' (íslenska komman)
  (+shift    Q   /   (   )   =   Ö   ?  *     -- til viðmiðunar)

  +alt(opt)  @   {   [   ]   }   \   ~  `   ^

Það þarf að logga sig út og inn eftir að skráin er geymd í Library en svo virkar þetta slikk (allaveg á Panther). Mér skilst að makkar keyptir á Íslandi séu með öðruvísi lykklaborðsuppsetningu, en miðað við lýsingarnar hjá Árna gæti þessi skrá mín komið einhverjum að gagni.

5. Kommutölur í LaTeX

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot