Árnasafn

Síða þessi tilheyrir hvorki Arnamagnæanska handritasafninuÁrnastofnun, heldur er hér að finna handbækur og greinar um LaTeX notkun sem einn núlifandi Árni Magnússon hefur safnað. ÍsTeX vefurinn geymir almennar upplýsingar fyrir íslenska notendur LaTeX ritvinnsluforritsins.

Í mörgum tilfellum eru handritin ekki á upprunalegu formi, heldur hafa verið afrituð og bundin saman, síður rifnar úr og öðrum stungið inn. Markmiðið var alls ekki að safna öllu TeX-tengdu efni heldur var valið af geðþótta, yfirleitt með hagnýtu viðhorfi en stundum af hreinni forvitni.

Á safninu gilda engar reglur, en fólk er hvatt til að taka handritin heim. Nöfnin gefa til kynna innihald, skráafjölda og stærð. Hér má lesa um þær breytingar sem orðið hafa á safninu.

BIN 19 4to "bin"
Pakkar og tól sem krefjast utanaðkomandi hugbúnaðar (bibtex, context, dvipdfm, dvips, etex, fontinst, hevea, latex2html, makeindex, miktex, omega, pdftex, psutils, t1tools, tetex, texinfo, texlive, wysiwig).
FNT 63 4to "fonts"
Leturgerðir (almennt, cmdfont, ec, math, mf, nfss, ps1, ps3, trace, tt, vf).
GRP 7 12mo "graphics"
Myndefni.
HST 9 8vo "history"
Fyrir þá sem hafa gaman að sagnfræðilegu grúski.
LTX 9 4to "latex"
LaTeX uppflettirit, tæknileg atriði og kóði.
LYO 7 16mo "layout"
Fagurfræði.
MTH 13 8vo "math"
Stærðfræði.
PKG 36 4to "packages"
Pakkaflóra (afterpage, allrunes, alltt, ams, array, babel, bm, caption, cm-super, color, endnotes, enumerate, fancybox, fancyhdr, float, footmisc, geometry, graphics, hyperref, lettrine, listings, lscape, multicol, natbib, parskip, placeins, ragged2e, showkeys, titlesec, titling, tocloft, ulem, upquote, verbatim, yfonts og fleiri.).
SHE 8 12mo "sheets"
Svindlmiðar.
TUT 42 folio "tutorials"
Almennar handbækur.