ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Lesefni

Póstlistar

Spurt og svarað (SOS) póstlistinn á ÍsTeX er fyrst og fremst fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Almennri TeX umræðu er beint á póstlistann comp.text.tex þar sem vinsamlegt andrúmsloft ríkir, en texhax snýst um TeX forritun. Sértækir póstlistar fyrir MiKTeX, TeX Live og MacTeX útfærslur eru einnig til.

Fréttabréf

SamanTeXt er fréttabréf ÍsTeX. Helstu fréttabréfin á ensku eru TUGboat, PracTeX, MAPS og Baskerville, en auk þess gefa TeX notendahópar víða um heim út efni á sínum tungumálum.

Grunnatriði

Fræðsluefni fyrir byrjendur er tekið saman á TUG vefnum. Af ókeypis lesefni er oftast bent á Not So Short Introduction to LaTeX2e og Beginner's Introduction to Typesetting with LaTeX. Efnistökin eru ólík og þessi kver gagnast vel saman. Á vefnum má fletta upp helstu skipunum og svör við algengum spurningum má finna á UK TeX FAQ.

Ítarefni

LaTeX Wikibook er vönduð vefbók og LaTeX Companion er ítarleg handbók um allt sem viðkemur LaTeX. Innviðum TeX forritsins er lýst af höfundinum í TeXbook og hann ritstýrði einnig Mathematical Writing sem fjallar almennt um framsetningu á stærðfræðilegu efni. Aðrar bækur um TeX notkun eru einnig fáanlegar. Nýjustu handbækur fyrir ákveðna pakka er best að nálgast með leit á CTAN og ofangreind fréttabréf innihalda oft góðar greinar. Margar handbækur og greinar hafa endað í Árnasafni.