ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

3. Gæsalappir

4. LaTeX tákn á lyklaborði

5. Kommutölur í LaTeX

Kári Hreinsson, 16. maí 2005

Ég er að vinna að leiðbeiningum um LaTeX (ásamt Ómari K.) sem verður dreift til kennara í MH þar sem við erum að halda kynningu á uppsetningar-málinu. Ég var að spá í eitt sem hefur verið að "angra" mig í þó nokkurn tíma, sem er bilið sem myndast á eftir kommu (,) í kommutölum.

Segjum að maður gerir $123,45$ þá kemur oft ljótt bil á eftir kommunni og hef ég oft lagað það hreinlega með því að bæta inn neikvæðu bili, eða $123,\!45$. Þessi lausn lítur hinsvegar ekki mjög vel út svona þegar maður er að skrifa hana niður, er einhver sem hefur hugmynd hvað málið er? Á ekki íslenski babel pakkinn að laga svona hluti eða er þetta bil eitthvað sem á að vera og ég fíla það bara ekki?

Einar Örn Ólason, 3. júní 2005

Ég veit að þetta svar er svolítið eftirá, en hefurðu prufað að nota \tala{3,141592} ?

Ég var að setja upp teTeX og rakst á skilgreiningu á 'tala' makrónum í icelandic.dtx --- ég hef að vísu aldrei notað þetta sjálfur (var bara að fatta það), en fyrsta prufa lítur vel út:

$\tala{31415,9265}$ -> 31 415,926 5 ($-merkið breytir ekki þessari hegðun)
$\tala{31.1415,9265}$ -> 31. 415,926 5

þó mér finnist bilið sem þeir setja inn helst til stórt (aldrei er maður ánægður!).

Íslenski Babel pakkinn skilgreinir líka \gradur (og \grada) til að gera gráðumerkið '°' og \upp fyrir "superscript" (en ég hef ekkert prófað þessi tvö).

M.a.o.: Íslensku Babel makróarnir (icehyph.tex, icelandic.dtx og icelandic.ins) eru í http://www.ctan.org/tex-archive/macros/latex/required/babel/

Árni Magnússon, 23. ágúst 2005

Evrópskar kommur í stærðfræðiham má einnig fá fram með 'icomma' pakkanum, sbr. http://www.tex.ac.uk/cgi-bin/texfaq2html?label=dec_comma

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot