Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.
3. Gæsalappir
Kári Hreinsson, 16. maí 2005
Ég er að vinna að leiðbeiningum um LaTeX (ásamt Ómari K.)
sem verður dreift til kennara í MH þar sem við erum að halda kynningu á
uppsetningar-málinu. Ég var að spá í eitt sem hefur verið að "angra" mig í þó
nokkurn tíma, sem er bilið sem myndast á eftir kommu (,) í kommutölum.
Segjum að maður gerir $123,45$ þá kemur oft ljótt bil á eftir kommunni og hef
ég oft lagað það hreinlega með því að bæta inn neikvæðu bili, eða $123,\!45$.
Þessi lausn lítur hinsvegar ekki mjög vel út svona þegar maður er að skrifa
hana niður, er einhver sem hefur hugmynd hvað málið er? Á ekki íslenski babel
pakkinn að laga svona hluti eða er þetta bil eitthvað sem á að vera og ég fíla
það bara ekki?
Einar Örn Ólason, 3. júní 2005
Ég veit að þetta svar er svolítið eftirá, en hefurðu prufað
að nota \tala{3,141592} ?
Ég var að setja upp teTeX og rakst á skilgreiningu á 'tala' makrónum í
icelandic.dtx --- ég hef að vísu aldrei notað þetta sjálfur (var bara að fatta
það), en fyrsta prufa lítur vel út:
$\tala{31415,9265}$ -> 31 415,926 5 ($-merkið breytir ekki þessari hegðun)
$\tala{31.1415,9265}$ -> 31. 415,926 5
þó mér finnist bilið sem þeir setja inn helst til stórt (aldrei er maður
ánægður!).
Íslenski Babel pakkinn skilgreinir líka \gradur (og \grada) til að gera
gráðumerkið '°' og \upp fyrir "superscript" (en ég hef ekkert prófað þessi
tvö).
M.a.o.: Íslensku Babel makróarnir (icehyph.tex, icelandic.dtx og
icelandic.ins) eru í
http://www.ctan.org/tex-archive/macros/latex/required/babel/
Árni Magnússon, 23. ágúst 2005
Evrópskar kommur í stærðfræðiham má einnig fá fram með 'icomma' pakkanum, sbr. http://www.tex.ac.uk/cgi-bin/texfaq2html?label=dec_comma