ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

3. Gæsalappir

4. LaTeX tákn á lyklaborði

5. Kommutölur í LaTeX

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot

Andri Arnaldsson, 27. febrúar 2006

Þessi spurning á kannski ekki heima hér en ég ætla að láta á það reyna. Veit einhver hvernig hægt er að nota LaTeX fonta beint í Gnuplot og þá án þess að nota psfrac eða pstricks (eða álíka)? Það næsta sem ég hef komist þessu er með eftirfarandi skipunum í Gnuplot

set terminal postscript color solid enhanced eps 'SFRM1000' 22 \
fontfile 'sfrm1000.pfb' fontfile 'cmmi10.pfb'

set output "rho.eps"

set xrange [0:80]
set yrange [0:10]
set ytics 1 #0.8,0.2,2.0
set ylabel '{/CMMI10 \032}^{/CMMI10 \027}({/CMMI10 x})' 1.25,0
set xlabel '{/CMMI10 x}'
set key right top

þar sem "/CMMI10 \032" o.s.fr. númer fyrir þá stafi sem maður hefur áhuga á, lesin af sannkölluðum Rosetta steini sem má fá með

"tex testfont"

og gefa því svo cmmi10 skrána og biðja um table. Og skrárnar "sfrm1000.pfb" og "cmmi10.pfb" þurfa að vera í PATH.

Eins og þið hafið kannski getið ykkur til um þá er þetta mjög vandasamt að vinna með og það sem verra er að ýmis grundvallar tákn virðast ekki vera til í þessum pakka, t.d. h_bar. Það hlýtur að vera til eitthvað betra og skilvirkara?

Shlók Smári Datye, 6. mars 2006

Ég hef stundum gert einmitt þetta, og þá á frekar einfaldan máta. Hér er dæmi um hvernig ég hef gert þetta: Segjum að gögnin mín séu í 'data.dat'. Þá fer ég í Gnuplot og skrifa eftirfarandi:

set terminal epslatex
set xlabel 'Þetta er $x$-ásinn'
set output 'mynd.eps'
plot 'data.dat'
set output

(Síðasta línan er hér til þess að loka skránni 'mynd.eps', sem við opnuðum tveimur línum ofar.) Nú hafa myndast tvær skrár: 'mynd.eps' og 'mynd.tex'. Það sem þú gerir þá til að nota þessa mynd í LaTeX-skjalinu er: \input{mynd.tex}.

Shlók Smári Datye, 6. mars 2006

Ég tek eftir því núna að þetta er kannski álíka mikið ,,svindl`` og að nota psfrac eða pstricks, og er sennilega ekki það sem þú ert að leita að.