ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

3. Gæsalappir

4. LaTeX tákn á lyklaborði

5. Kommutölur í LaTeX

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

Kári Hreinsson, 15. október 2005

Ég var að spá hvort einhver hefði fengið íslenska stafi til að virka í ConTeXt? Ég hef reynt _allt_ sem mér dettur í hug, þetta hlýtur að vera hægt þar sem ConTeXt notar sömu fonta og LaTeX (rétt?) og íslenskir stafir svínvirka þar...

Skjalið sem ég hef verið að fikta með er á þessa leið:
------
% interface=en output=pdftex

\enableregime[il1] % Setur input encoding, il1 = ISO 8859-1
\mainlanguage[is] % Á að setja á íslensku
\setupencoding[default=ec]
\useencoding[ec]

\starttext
aábcdðeéfghiíjklmnoópqrstuúvxyzþæö
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVXYZÞÆÖ
\stoptext

------
En þegar ég keyri texexec fæ ég bara:
------
! Undefined control sequence.
^^de->\THorn

l.10 ...0E^^c9FGHI^^cdJKLMNO^^d3PQRSTU^^daVXYZ^^de
^^c6^^d6
------
Þannig að það virðist vera villa í forritinu þannig að stórt Þ => \THorn. Ef ég set í staðin bara \Thorn{} þá keyrist skráin en ég fæ bara spurningamerki í staðin fyrir þ og ð, hástafi og lágstafi í pdf skjalinu.

Ólafur Jens Sigurðsson, 20. október 2005

Hæ, ég prófaði þetta á online þýðandanum þeirra http://live.contextgarden.net/ og það snarvirkar þar.

Þannig að skráin er í lagi, eitthvað að uppsetningunni hjá þér líklega.

Kári Hreinsson, 20. október

Já, ég póstaði á context póstlistann þar sem mér var ráðlagt að uppfæra sem ég og gerði og allt virkaði þá. Fékk þriggja ára gamla útgáfu með tetex debian pakkanum, gerði mér ekki grein fyrir því.

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot