ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

Davíð Geirsson, 20. desember 2004

Ég hef verið í stökustu vandræðum með nokkra hluti í sambandi við Íslenskustuðning í LaTeX (Íslenska í stærðfræðiham, íslenskar ,,''-gæsalappir, o.s.frv), sem ég hugsa að aðrir meðlimir gætu hjálpað með.

Árni Magnússon, 11. ágúst 2005

\documentclass{article}
\usepackage[icelandic]{babel}
\usepackage[T1]{fontenc}
\begin{document}

\begin{displaymath}
2+2=4\quad\textrm{að sjálfsögðu}
\end{displaymath}

\end{document}

Valdís Björk Þorsteinsdóttir, 1. febrúar 2006

Vitið þið hvernig má láta íslenska stafi birtast inni í formúlu? Ég er með skjal þar sem ég hef sett inn íslenska stafi í aðra hluta skjalsins en ef ég set þá inn í formúlu, þá birtast þeir ekki.

Í formálanum er ég með skipanirnar:
\usepackage[T1]{fontenc}
\usepackage[icelandic]{babel}

Og þar sem formúlan birtist er:
$Hlutfallstíðni = \frac{tíðni}{N}$

Davíð Geirsson, 1. febrúar

Nú veit ég ekki hvort hægt sé að láta LaTeX skilja beinan innslátt af íslenskum stöfum í stærðfræðiham (ef einhver kann það væri ég líka mjög forvitinn), en það sem ég hef venjulega gert er að nota accent skipanirnar. Dæmið að ofan yrði þá \frac{t\acute{i}\dh{}ni}{N}. \dh er þá ð, \Dh Ð, \thorn þ og \Thorn Þ. Þetta verður afskaplega ljótt, en virkar þó.

Kristján Þór Þorvaldsson, 1. febrúar 2006

Mér hefur reynst best að nota:
$ \textrm{Þetta eru íslenskir stafir} $

og þá í þínu tilfelli

$ \textrm{Hlutfallstíðni} = \frac{\textrm{tíðni}}{N} $

Indriði H. Indriðason, 1. febrúar 2006

\textrm kallar a roman leturgerd (font) sem er allt i lagi ef textinn er i theirri leturgerd. I stadinn er maelt med ad nota \textnormal{}. Eg var buinn ad benda Valdisi a \mbox adur en tha fylgir leturgerdin theirri sem notud er i textanum en ekki endilega "staerdfraedileturgerdinni".

Kristinn Fannar, 1. febrúar 2006

Ef þú vilt að stafirnir séu eins og í stærðfræðiham gæti þetta gengið:

$f = \frac{T \cdot \text{ \emph{Tíðni}}}{N}$

Hér eru allavega T-in í jöfnunni eins. Til einföldunar væri hægt að gera skipun sem kæmi á undan \begin{document}

\newcommand{\islenskir}[1]{
\text{ \emph{#1}}
}

og kallið í skipunina væri þá....

$N = \frac{\islenskir{þá eða nú?}}{N}$

Árni Magnússon, 6. mars 2006

Það virðast vera tvær meginleiðir til að setja upp jöfnuna sem Valdís ræddi um:

\documentclass{article}
\usepackage[icelandic]{babel}
\usepackage[T1]{fontenc}
\begin{document}

Venjulegt letur:
$\textrm{Hlutfallstíðni} = \frac{\scriptsize\textrm{tíðni}}{N}$

Skáletur:
$\textit{Hlutfallstíðni} = \frac{\scriptsize\textit{tíðni}}{N}$

\end{document}

Sjálfur myndi ég nota venjulegt letur frekar en skáletur þegar um orð eða orðhluta er að ræða, eins og þvermál, sin, max og slíkt. Skáletur er þá eingöngu notað þegar bókstafur táknar einhverja stærð, eins og á við um N í dæminu að ofan.

Með öðrum orðum, ef "tíðni" væri í jöfnu með skáletri, þá mætti lesa það t sinnum í sinnum ð sinnum n sinnum i. Í dæminu að ofan er auðvitað engin hætta á því, en þessi vinnuregla stærðfræðinga þykir samt gagnleg. Þetta er sennilega ástæða þess að LaTeX teygir úr stöfunum í $Hlutfall$ miðað við $\textit{Hlutfall}$, því gert er ráð fyrir að \textrm{} sé notað fyrir slík orð.

3. Gæsalappir

4. LaTeX tákn á lyklaborði

5. Kommutölur í LaTeX

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot