ÍsTeX

Heim

Hugbúnaður

Lesefni

Félagatal

SOS

SamanTeXt

Tenglar

English

Spurt og svarað

Póstlisti ÍsTeX er fyrir umræðu um íslenska TeX uppsetningu og notkun. Hvatt er til þess að senda ágrip af umræðunni til birtingar í SamanTeXt þegar við á, og/eða á comp.text.tex póstlistann í enskri þýðingu.

1. Nýr póstlisti

2. Íslenska í stærðfræðiham

3. Gæsalappir

Davíð Geirsson, 20. desember 2004

Ég hef verið í stökustu vandræðum með nokkra hluti í sambandi við Íslenskustuðning í LaTeX (Íslenska í stærðfræðiham, íslenskar ,,''-gæsalappir, o.s.frv), sem ég hugsa að aðrir meðlimir gætu hjálpað með.

Árni Magnússon, 11. ágúst 2005

\documentclass{article}
\usepackage[icelandic]{babel}
\usepackage[T1]{fontenc}
\begin{document}

Fyrri gæsalöppin er lík ,,9`` í laginu og sú seinni eins og ,,6``.

\end{document}

Ólafur Jens Sigurðsson, 11. ágúst 2005

Og fyrir þá sem velta því fyrir sér hvaða tákn þetta eru sem Árni ritaði þarna fyrir gæsalappirnar þá eru fyrri gæsalappirnar bara venjulegar kommur býst ég við ,, og seinni gæsalappirnar `` eru eitthvað sem ég veit ekki hvað heitir en á linuxnum mínum fæ ég þessi merki fram með því að nota alt-gr+plústakkann tvisvar, þetta er plús takkinn sem er vinstra megin við enter takkann (þ.e.a.s. ekki á numpad), ekki veit ég hvort það sama gildir um windows og hvað þá með Mac eða aðrar tölvur.

Finnbogi Óskarsson, 11. ágúst 2005

Ef ég man rétt heita öfugu kommurnar ,,grave`` á frönsku (og væntanlega ensku) þar sem þær eru m.a. notaðar í samsetningunni ,,à la carte``. Ég nota venjulega alt-gr+shift+v til að framkalla þær á linuxvélum. Á mökkum má framkalla þær með opt+e og bili (sbr. opt+e og a gefur à).

4. LaTeX tákn á lyklaborði

5. Kommutölur í LaTeX

6. Íslenskir stafir í ConTeXt

7. Icelandic characters in LaTeX

8. LaTeX leturgerðir í Gnuplot